139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessi svör þó að enn sé þoka í höfðinu á mér. (Gripið fram í.) Í mínum huga er það ákveðið prinsipp að halda stjórnlagaþing. Það er að kjósa eins og við ætluðum að gera. Sú kosning hefur verið ógilt og við tökum því náttúrlega, við hljótum öll að taka því alvarlega. Þá þurfum við að spyrja: Ætlum við að halda stjórnlagaþingið og vinna að því eða erum við komin í samræður við Framsóknarflokkinn um það hvort almennt eigi að halda stjórnlagaþing eða ekki?