139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

stefna varðandi framkvæmdir.

215. mál
[16:22]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég kem upp til að hvetja hæstv. ráðherra í þessu máli. Eins og kom fram í máli hans er brúargerð sú vegaframkvæmd sem er mannaflafrekust og það er af nægu að taka. Ég nefni sem dæmi að í kjördæminu sem ég kem frá, Norðausturkjördæmi, eru óendanlega margar einbreiðar brýr að því er manni virðist þegar ekið er um svæðið. Ég nefni brú yfir Skjálfandafljót milli Ljósvetningabúðar og Húsabakka sem er einbreið, mjög löng og 70 ára gömul. Slíkar brýr er enn að finna á helstu þjóðleiðum Íslendinga, hringveginum. Hér er vert að hvetja menn til dáða og nota það litla fé sem enn er til umráða í samgöngumálum, nota það í verk sem þurfa flesta starfsmenn.