139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

dýpkunarframkvæmdir í Hornafjarðarhöfn.

270. mál
[16:36]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er gott að fá fullvissu um það að verið sé að skoða þessi mál. Það er þá okkar, þingmanna kjördæmisins, að fylgjast vel með í framhaldinu og sjá hvað kemur út úr rannsóknunum og fylgja því síðan eftir í kjölfarið að þarna verði farið í framkvæmdir.

Eins og heyrst hefur í umræðunni, frú forseti, er hér um mikilvægt mál að ræða til þess að treysta atvinnulíf og byggðina í Hornafirði. Ég er þess fullviss að við munum fylgja þessu máli eftir og heyri að þetta mál er í góðu ferli í ráðuneytinu.