139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

dýpkunarframkvæmdir í Hornafjarðarhöfn.

270. mál
[16:37]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka þessa umræðu. Við höfum farið vítt yfir í samgöngumálum hér í dag. Fjallað hefur verið um innanlandsflugið og mikilvægi þess að halda góðum flugsamgöngum innan lands. Við höfum rætt um vegasamgöngur og nú um hafnirnar. Ég vil taka undir með hv. fyrirspyrjanda og hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni um mikilvægi þess að nýta vel hafnirnar. Það er í því samhengi sem þær rannsóknir sem nú er verið að gera við Hornafjarðarhöfn skipta okkur máli upp á framtíðina. Ég þakka fyrir þessa umræðu.