139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

flutningur Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði.

427. mál
[17:07]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Vandinn var reyndar sá að starfshópurinn um framtíð Varnarmálastofnunar lauk aldrei að fullu sínu verkefni en það varð samkomulag um að setja vinnuna í farveg innan innanríkisráðuneytisins og þar er verið að vinna mjög markvisst að þeim málum. Allt tengist þetta saman eins og ég gat um í upphafi máls míns.

Ég þakka fyrir þessa umræðu sem er blanda af fyrirspurnum, hvatningu, sjónarmiðum og vangaveltum. Staðan er mjög skýr. Við stefnum að því að ljúka hagkvæmniskönnun hið allra fyrsta. Niðurstaðan ræðst af þeirri könnun, bæði hvað varðar hugsanlegan flutning á Landhelgisgæslunni og eins hvað varðar Varnarmálastofnun. Ég þakka fyrir umræðuna.