139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

Evrópusambandið og stöðvun hvalveiða.

399. mál
[17:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil blanda mér inn í umræðuna og spyrja ráðherrann hvort hann hafi beitt því gegn Þjóðverjum að þeir eru sennilega mesta skemmtiveiðiþjóð í heimi. Þeir veiða eina milljón dádýra á hverju ári, afskaplega falleg dýr, og selja. Það er kannski ráð við þessu að bjóða upp á að selja veiðileyfi á hval því að þá er leyft með nákvæmlega sömu rökum að veiða hval á Íslandi eins og dádýr í Ölpunum.