139. löggjafarþing — 68. fundur,  1. feb. 2011.

bréf forsætisráðherra til Ríkisendurskoðunar.

[14:37]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að koma upp undir þessum lið vegna þeirra umræðna sem hafa farið fram í dag um eftirlitsskyldu þingsins. Ég ætla að minna á það, frú forseti, að ég kom upp fyrir á að giska mánuði og benti á það að umræða um skýrslu umboðsmanns Alþingis hefur ekki farið fram síðustu tvö árin. Umboðsmaður Alþingis kom á fund allsherjarnefndar fyrir nokkrum missirum og hafði uppi nokkuð alvarlegar athugasemdir um það að Alþingi Íslendinga hunsar alveg það hlutverk sitt að ræða skýrsluna. Það er rétt að bæta þessu inn í þá keðju sem er komin af stað í dag um það hvernig Alþingi starfar.