139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[18:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er búinn að taka á því máli í þingræðu í október 2008 þannig að það komi fram. Ég hef beðist afsökunar fyrir mína hönd. En hv. þingmaður lagar ekki verulega slæma fortíð sína sem stjórnarliði og formaður fjárlaganefndar lengst af með því að vísa á eitthvað annað. Alltaf skal hv. þingmaður, í öllum ræðum sínum, minna á að það var einhver annar sem gerði hlutina en ekki hann. Hann ber enga ábyrgð, hann er ekkert í ríkisstjórn, hann er ekkert að stjórna. Ég tel að ábyrgð hans sé veruleg í þessu máli, ég tel að ábyrgð hans sé veruleg á þeirri skelfingu sem hann var búinn að leiða yfir þjóðina með samþykkt laganna í árslok 2009, en forsetinn lagaði það sem betur fer.