139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[19:08]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er full ástæða til þess að hrósa formanni Sjálfstæðisflokksins og fulltrúum flokksins í fjárlaganefnd fyrir þá afstöðu sem komið hefur fram í þessu erfiða máli í dag. Það er síður en svo sjálfsagt að flokkar í stjórnarandstöðu axli þá ábyrgð á erfiðum verkum sem sýnd er með aðild þeirra að þessari niðurstöðu og er oft auðveldara að taka slaginn og nýta sér málið í pólitíska þágu. Ég held að það sé grundvallaratriði fyrir þjóð á ögurtímum að eiga stjórnmálamenn sem geta lyft sér yfir slíka pólitíska dægurhagsmuni. Ég vil nota þetta andsvar til að spyrja hv. þingmann hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins standi að stuðningi við málið eða hvort (Forseti hringir.) þingflokkurinn sé klofinn í málinu.