139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[19:09]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem ég stend frammi fyrir því að geta tekið ákvörðun í máli sem gefur færi á því að klekkja á ríkisstjórninni og gera henni erfitt fyrir. En í þessu máli hef ég haft það að leiðarljósi eins og ávallt að gera það sem ég tel vera rétt. Ég tel að virðing Alþingis muni vaxa yfir lengri tíma með því að menn verði vitni að slíkum vinnubrögðum á þinginu. Ekki er vanþörf á.

Varðandi þá spurningu sem hv. þingmaður ber upp er breiður stuðningur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins við þetta mál. Hvernig málinu lyktar við lok 3. umr. á hins vegar eftir að koma í ljós hvað varðar stuðning þingflokksins sem heildar. (Gripið fram í.)