139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[19:20]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hvet hv. þm. Bjarna Benediktsson til að koma í andsvör við mig þegar ég held ræðu mína seinna í kvöld eða í fyrramálið. Það kom fram í máli formannsins að við hefðum ekki efni á vinsamlegri lausn. (Gripið fram í: Jú.) Vinsamleg lausn er ekki í boði þegar þjóðir deila og þegar þjóðir deila á þennan hátt. Hér er verið að koma á Íslendinga skuldbindingu sem er ekki lagastoð fyrir.

Ég er frekar svekkt yfir þessari afstöðu Sjálfstæðisflokksins, að heill flokkur skuli hafa kúvent með þessum hætti, á milli umferða í þessu máli, sérstaklega í ljósi þess að þjóðin hefur nú þegar hafnað Icesave-skuldbindingunni, skuldbindingunni sem sjálfstæðismenn vilja taka núna á sig og íslensku þjóðina og skattgreiðendur við það eitt að hér féll Landsbanki og við höfum ekki einu sinni lagalega stoð til að borga Bretum og Hollendingum þær upphæðir. (Gripið fram í.)