139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[22:47]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég fer yfir þetta örstutt, fyrst vextina. Nú er áætlað að áfallnir vextir, vextir sem munu falla til í framtíðinni og höfuðstóll, séu 67 milljarðar. (HöskÞ: Ég náði þessu öllu.) Af hverju ertu þá alltaf að spyrja sömu spurningarinnar ef þú skilur þetta ekki? (HöskÞ: Ég skil það. En við þurfum alltaf að borga vexti.)

(Forseti (KLM): Forseti biður þingmenn að gefa ræðumanni tóm til að svara.)

Það er það sem við erum að tala um.

Ég held að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að samþykkja þennan samning, ganga til samninga, byggist ekki á hræðslu við að tapa dómsmáli. Hún byggir ekki á því. Hún byggir nákvæmlega á því sem búið er að fara yfir hér, þ.e. hagsmunum og kostum og göllum þess að ganga til samninga fremur en (Forseti hringir.) að fara í dómsmál. Það er aftur á móti hætta á því að tapa dómsmáli. (Gripið fram í.)