139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[11:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ef við erum dæmd til að borga einmitt þessar lágmarksupphæðir, 20.887 evrur, þá hef ég ekki miklar áhyggjur. En ef menn fara að bera saman jafnræði innlánseigenda í Icesave og sérstaklega þeirra sem ekki eru tryggðir í Icesave, vegna þess að um er að ræða svo háa upphæð að hún fer upp fyrir öll mörk að jafnræði þeirra gagnvart innlendum sparifjáreigendum sem fengu allt greitt, ef dæmt yrði um það og á því séu töluverðar líkur, þá líst mér ekki á dæmið. Þá mundi það sennilega fara beint í gjaldþrot. (Gripið fram í.) Já, einmitt. Nú vildi ég gjarnan að hv. þingmaður segði mér að ef það eru meira en 3% líkur á því að þjóðin færi á hausinn mundi ég ekki samþykkja þetta jafnvel þó að 70% líkur séu á að við vinnum málið. Þetta er nefnilega líkindadæmi og það gerir maður með allt öðrum hætti en að setja upp líkindakúrfu í ræðustól Alþingis.