139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[11:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlakkaði til þegar hæstv. utanríkisráðherra kvaddi sér hljóðs og ætlaði að fara í andsvar því að ég átti von á því að hann mundi svara því af hverju menn hafa ekki notað (Utanrrh: … svaraði …) Brussel-viðmiðin.

Hagfræði er eitt og líkindafræði er annað. Ég er ekki hagfræðingur. Hagfræðingar meta eins og aðrir ákveðnar líkur. Ég tel að það sé alveg hnífjafnt í mínum huga hvort sem hann segir já eða ekki. Það eina sem ég þyrfti að vita er að ef ég segi nei og líkurnar á því að við verðum gjaldþrota eru meiri en 2–3% þá mundi ég segja já. En meðan ég veit það ekki, áhættan er nefnilega svo óskaplega mikil, hún er svo stór, og þó að líkurnar séu litlar þá mundi ég ekki setja þjóð mína í þá stöðu að verða gjaldþrota með því að segja nei.