139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[11:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ef ég segi nei við þessu frumvarpi og þessum samningi þá geta komið upp þrenns konar dæmi. Allt í einu rýkur ESA til og vill semja, sem og Evrópusambandið, og þeir vilja endilega semja um þetta aftur. Við náum sennilega huggulegum samningi við þær aðstæður. Það er fyrsti kosturinn og ákveðnar líkur á því, ég held að þær séu ekkert litlar, kannski 20%, ég veit það ekki.

Ef ekki verður samið og farið í dómsmál þá getum við unnið og þá eru kannski 70% líkur á því, af þessum 80%, að við vinnum málið. Ef við hins vegar töpum málinu, sem gætu verið 20% líkur á, ég er bara að gefa mér þetta, þá gætum við tapað því léttilega þannig að það yrði léttbært og þolanlegt og við gætum tapað því mjög illilega ef menn færu að bera saman innstæður erlendis og hérlendis og segðu að Íslendingar ættu að bera ábyrgð á öllum (Forseti hringir.) innstæðum.