139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:23]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Við stöndum frammi fyrir tveimur afarkostum. Við stöndum frammi fyrir því að setja málið fyrir dómstóla sem við treystum ekki ella standa frammi fyrir hryðjuverkamönnum og handrukkurum erlendis frá sem hóta að mylja hús okkar og brjóta íslenskt samfélag. Þetta eru afarkostir. Sá kosturinn er betri að segja já og það tryggir fremur farsæld íslenskrar þjóðar inn í framtíðina. Því segi ég já.