139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:24]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um 1. gr. frumvarpsins við 2. umr. Ég vil taka fram að ég deili ekki skoðunum með þeim sem eru tilbúnir til að samþykkja þetta frumvarp á þessu stigi málsins. Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu í dag og vísa til þess að málið á eftir að fá frekari meðferð í þinginu. Þrátt fyrir að þetta mál hafi verið erfitt fyrir okkur öll höfum við þó náð verulegum árangri. Fram hjá því verður ekki horft en enn þá er mat manna mismunandi á því hvort sá kostur sem nú er á borðinu sé góður eða ekki, hvort hann sé tækur eða ekki, og við þessar aðstæður sit ég hjá. Ég mun koma nánar inn í þetta við 3. umr. málsins sem vonandi fer fram innan skamms.