139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:29]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Jú, þetta er betri samningur, það er alveg ljóst, um það eru held ég allir sammála. En stjórnarflokkarnir hafa haft það áhugamál og hafa viljað nú í þrígang láta þjóðina axla byrðar sem henni ber ekki að gera. Það eru minni byrðar væntanlega sem þjóðin gæti þurft að bera nái þessi samningur fram að ganga. Það er hins vegar alveg ljóst að það hefur ekki vantað áhugann, hjá stjórnarflokkunum sérstaklega og nú Sjálfstæðisflokknum, til að taka á okkur skuldbindingar sem okkur ber ekki að gera, (Gripið fram í: Og Framsókn?) skuldbindingar sem munu væntanlega ef illa fer geta skipt tugum ef ekki hundruðum milljarða. Á sama tíma getur þingið ekki komið sér saman um hvernig á að minnka biðraðir eftir mat og lækka skuldir heimilanna. Ég segi nei.