139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:38]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Lög vilja nú oft vera einkennileg og Íslendingar eru aðilar að EES-samningnum. Þar er gerð athugasemd við það ef ríki aðstoðar einkaaðila of mikið. Við erum þegar undir rannsókn vegna framlags ríkisins til Sjóvár–Almennra. Hér erum við að tala um stærstu einstöku ríkisaðstoð sem hefur verið veitt í Íslandssögunni, upp á 660 milljarða, og hér er verið að greiða atkvæði um hvort setja eigi ákvæði um að það verði heimilt að borga úr ríkissjóði allt að 26 milljarða kr. Ég hvet þingheim til að fá það á hreint frá ESA hvort þeir samþykki þessa ríkisaðstoð áður en við afgreiðum þetta mál endanlega frá Alþingi, samanber það að þegar bresk yfirvöld veittu breska innstæðutryggingarsjóðnum aðstoð í formi láns var það tilkynnt til Eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins (Forseti hringir.) sem ríkisaðstoð.