139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er mjög undarlegt að í einum lögum sé fjallað um að ákvæði sé sett inn í önnur lög. Hér er ákvæði um það að greiðsla fyrsta ársins eigi að fara inn í fjáraukalög. Ég legg til að Alþingi setji fjáraukalög um þetta atriði, þetta eru það stórar upphæðir að það er alveg ástæða til þess, og bæti auk þess við 750 milljarða lánsheimild vegna þess að það er verið að veita ábyrgð á 750 milljarða kr. láni. Mér finnst alveg sjálfsagt að það komi inn í fjáraukalög líka og það verði samþykkt um leið og þetta frumvarp.