139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

dómur Hæstaréttar um skipulagsmál, orkustefna ríkisstjórnarinnar.

[15:09]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Það er orðið býsna langsótt þegar hæstv. ráðherra lítur þannig á málið að það sé einhver sérstakur gæðastimpill yfir stjórnsýslu ráðherrans að fá þá niðurstöðu í Hæstarétti að hún standist ekki lög. Auðvitað hefur ráðherranum orðið á í þessu máli og ágreiningurinn sem vísað er til er fyrst og fremst við ráðherrann sjálfan. Við samþykktum seint á síðasta ári breytingar á skipulagslögunum sem einmitt opna fyrir það að sveitarfélögin geti tekið við greiðslu vegna kostnaðar við breytingar á skipulagi þannig að þingviljinn er alveg skýr í þessu máli. Að svo miklu leyti sem einhver óvissa var um þetta atriði túlkaði ráðherrann það alltaf tækifærunum, möguleikanum til fjárfestingar og atvinnunni í óhag og það er ekki í fyrsta sinn (Forseti hringir.) sem þannig er tekið á málum í þessari ríkisstjórn.