139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma, ráðherraábyrgð.

[15:41]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Mig langar, með leyfi forseta, að lesa upp úr skýrslu þingmannanefndarinnar, tillögu til þingsályktunar sem var samþykkt 63:0:

„Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur.

Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.“

Auk þess hefur talsvert verið rætt um það að ræðumennsku hér, og hvernig menn tala til þingsins og um þingmenn, sé verulega ábótavant. Í umræðu í sjónvarpi í gær — það er reyndar sérstakt umræðuefni hvernig ríkisfjölmiðillinn hefur komið að því máli er varðar brot hæstv. umhverfisráðherra á landslögum. Ég held að forseti verði að taka þetta mál upp, að við verðum að fara að læra af þessari skýrslu. Við verðum að fara að vinna í því að gera eitthvað (Forseti hringir.) í þessu. Annars hefur ekkert breyst og það var ekki meiningin með vinnu okkar í þinginu.