139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

fundarstjórn.

[16:18]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Mér heyrðist áðan sem sá forseti sem þá sat og kjörinn var til síns embættis hefði boðað fund með þingflokksformönnum klukkan fjögur. Ég hef áhuga á að vita hvort sá fundur hefur farið fram eða hvort hann stendur enn. Hvernig stendur á því að þingmenn, þótt þingflokksformenn og forsetar séu, eru teknir á sérstaka fundi á vinnutíma Alþingis? Um hvað snýst þessi fundur? Mér heyrðist forseti segja að hann boðaði til fundarins um „þetta mál“ þegar hann tilkynnti um fundinn. Þá var verið að ræða ýmis mál tengd hæstv. fjármálaráðherra Steingrími J. Sigfússyni og meintum ummælum hans um Urriðafossvirkjun og Flóahrepp.

Ég óska ósköp einfaldlega eftir upplýsingum um það hvaða mál tefja þingflokksformenn og forseta frá því að vera hér á fundi og hlýða á þær umræður sem hér fara fram.