139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

stofnun þjóðhagsstofnunar.

430. mál
[16:30]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Mér heyrist á öllu að við hér í þinginu fáum tækifæri síðar til að tjá okkur almennt um endurreisn hugsanlegrar þjóðhagsstofnunar. Mér heyrist sú vera raunin að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að halda í slíka vegferð. Þá vil ég spyrja hæstv. forsætisráðherra — þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var sá sparnaður sem hlaust af því m.a. færður til hagdeildar ASÍ og henni falið ákveðið hlutverk eins og öðrum í samfélaginu, þessu hlutverki var komið inn í bankana og á aðra staði — hvort hún ætli sér þá, við endurreisn nýrrar þjóðhagsstofnunar, að færa fjármagn frá ASÍ yfir í þessa nýju stofnun sem ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að koma á laggirnar.