139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

fundarstjórn.

[15:37]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það var nefnt hér í atkvæðaskýringum að tillögur þær sem bornar voru undir atkvæði hér áðan vegna afbrigða væru ekki þingtækar eða hugsanlega ekki þingtækar vegna efnis þeirra. Í tilefni af þeim ummælum vildi ég spyrja hæstv. forseta hvort það að forseti hefur tekið við þessum tillögum og borið þær undir atkvæði í þinginu feli ekki í sér þann úrskurð forseta að um þingtækar tillögur sé að ræða.