139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

fundarstjórn.

[15:39]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir þau orð hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur að það sé eðlilegt að forseti rýmki ræðutímann í þessu stóra og mikilvæga máli. Þetta er lokaumræðan um málið. Ef forseti fellst ekki á að rýmka almennan ræðutíma má til vara fara fram á að þeim þingmönnum sem eru með álit, t.d. úr viðskiptanefnd, breytingartillögur eða annað, verði gefinn rýmri tími en gert er ráð fyrir. Það tekur væntanlega, mundi maður ætla, lengri tíma að fara yfir þau álit og þær skoðanir sem koma fram hjá nefndunum.

Ég óska eftir því að forseti taki þetta til íhugunar nú þegar og verði við beiðnum um lengri ræðutíma, í það minnsta hjá þeim sem hafa hér álit eða tillögur fram að færa. (BirgJ: Heyr, heyr.)