139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

fundarstjórn.

[15:41]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hyggst svara þeim fyrirspurnum sem bornar hafa verið hér upp.

Varðandi breytingartillöguna er það svo — forseti hefur skoðað það — að ekki er gert ráð fyrir því í þingsköpum að forseti Alþingis geti vísað breytingartillögum við lagafrumvarp frá nema þær feli í sér breytingar á stjórnarskránni. Það er því í valdi þessa salar hvort hann samþykkir tillögur sem áhöld eru um að standist stjórnskipan Íslands.

Varðandi ræðutíma er það svo að eingöngu í 2. umræðu er heimilt að tvöfalda ræðutíma. Forseti hyggst (Gripið fram í: … skylt að …) — já, skylt er, en forseti hyggst fara að þingsköpum og hafa ræðutíma eins og kveðið er á um í þingsköpum Alþingis.