139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

breytingartillögur og ræðutími í umræðum um Icesave.

[15:49]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Salurinn hefur sett á dagskrá breytingartillöguna með afbrigðum og það þarf ekki að ræða það frekar. Beiðni hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur sem barst okkur þingflokksformönnum stuttu áður en þingfundur hófst kom ekki fram á fundum þingflokksformanna. Það hefði verið sjálfsagt að ræða hana þar (Gripið fram í.) og taka hana fyrir en beiðnin kom frá hv. þingmanni nokkrum mínútum áður en þingfundur átti að hefjast. Er þá ekki bara ráð að vinda sér í umræðuna um Icesave í þriðja sinn, hv. þingmenn?