139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að beiðni fjárlaganefndar fóru fjórir sérfræðingar yfir þau mál sem hv. þingmaður spurði um áðan. Í því áliti er talað um að ekki sé hægt að útiloka að dómur félli á þann veg að gengið yrði að öllum kröfum Breta og Hollendinga. Samkvæmt greinargerð þeirra er ekki heldur hægt að útiloka að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina. Niðurstöðu í því máli er alls ekki hægt að fá nema með því að leggja málið fyrir dómstóla. Þar segi ég að ef við færum þá leið í stað samnings sem er ásættanlegur værum við að taka stórkostlega áhættu. Við getum skoðað, jafnvel þó að niðurstaðan yrði sú sem áætluð er — (Forseti hringir.) ég verð að svara betur í síðara andsvari.