139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom í máli mínu áðan var ekki búið til líkindamódel varðandi lagalega niðurstöðu eða líkindamódel yfirleitt, ekki á þann veg sem hv. þingmaður talaði um. Hins vegar sögðu sérfræðingar okkar að eina leiðin til að vita hvernig dómsmáli lyki væri hreinlega að fara með málið fyrir dómstóla. Þá fengjum við hina lagalegu réttu leið en það er ekki víst að hún sé sú hagstæðasta fyrir Ísland.

Af hverju má ekki bíða? Af hverju ættum við að draga þetta mál á langinn? Við vitum að dráttur á málinu hefur valdið okkur tjóni. (Gripið fram í.) Það er bláköld staðreynd. En af hverju ættum við að draga mál á langinn sem er fullrætt? Mál sem hefur fengið … (GBS: Það er ekki fullrætt.) Ekkert annað mál hefur fengið aðra eins umfjöllun í þessum þingsal. (HöskÞ: Guði sé lof.) Það er fullrætt og tilbúið til afgreiðslu. (Gripið fram í: Það sögðuð þið líka við …)