139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

lengd þingfundar.

[19:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Áðan var boðað til fundar vegna þess að lengja átti fund með samkomulagi og halda hann fram eftir nóttu. Ég taldi, og upplýsti þingmenn í mínum flokki um það, að þingfundur stæði til klukkan rúmlega tólf eftir fund sem við áttum fyrr í dag, en svo virðist sem a.m.k. stjórnarmeirihlutinn, sem sat fundinn, hafi lagt einhvern annan skilning í það. Það er með ólíkindum að við séum enn og aftur að fara með þetta mál í miklu ósætti inn í kvöldið og nóttina og ræða það þangað til því verður væntanlega lokið, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þá hljótum við að velta fyrir okkur: Hvers vegna liggur stjórnarmeirihlutanum, ég geri ráð fyrir að hann muni alla vega samþykkja þetta, svona mikið á að keyra málið í gegn? Hvað er það sem gerist á morgun? Hvað í ósköpunum gerist á morgun sem hefur áhrif á þetta mál? Getur verið, frú forseti, (Forseti hringir.) að nú sé verið að flýja lýðræðið?