139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:36]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú stígur í ræðustól hæstv. ráðherra úr ríkisstjórn Íslands og telur að hér sé um bestu niðurstöðu fyrir íslensku þjóðina að ræða. (Gripið fram í.) Þar sem ráðherrann er lögfræðimenntaður langar mig til að spyrja nánar út í þessa bestu niðurstöðu sem hann ber fram. Telur ráðherra það bestu niðurstöðu fyrir íslensku þjóðina að taka þessar skuldbindingar á sig með vilja ríkisstjórnarinnar, að þröngva þessu í gegnum þingið, þar sem hvergi er að finna nokkra lagastoð fyrir því, hvorki í íslenskum né evrópskum lögum, að okkur beri að standa skil á þessum greiðslum?