139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:45]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka ráðherranum fyrir ágæta ræðu. Ég heyri að honum er annt um neytendavernd og er það vel. Því vil ég spyrja ráðherrann hvort hann telji að þau innstæðutryggingarkerfi sem eru við lýði í Evrópu veiti raunverulega neytendavernd og séu trúverðug. Ég spyr líka ráðherrann hvort hann telji að það frumvarp sem hann hefur sjálfur lagt fram og liggur fyrir viðskiptanefnd muni í raun og veru tryggja vernd neytenda og þá einnig hvort hann sjái einhverja aðra betri eða jafngóða leið færa, t.d. einhvern sameiginlegan stærri sjóð þar sem við værum lítill hluti af kökunni en ekki einhvern veginn öll kakan eða að innstæður væru áfram forgangskröfur og hvort það þá samræmdist tilskipunum Evrópusambandsins.