139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:51]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Einni spurningunni var beint til forseta þingsins og ég svara ekki fyrir ákvarðanir um lengd ræðutíma. Annarri var beint til Seðlabanka Íslands og ég svara ekki fyrir Seðlabanka Íslands heldur, enda er hann sjálfstæð stofnun.

Getur hv. þingmaður rifjað upp með mér þriðju spurninguna? (UBK: Hvernig ætlarðu að borga afborganir?) Já, þá er stefnt að því að þeir peningar sem safnast hafa upp í innstæðutryggingarsjóðnum frá hruni verði nýttir í fyrstu afborgunina (Gripið fram í.) og þannig hefur (Gripið fram í.) verið lagt upp með það mál. En ég er ekki með greiðsluferilinn nákvæmlega fyrir framan mig enda er það verkefni í höndum fjármálaráðherra.