139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:53]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er erfitt fyrir mig að hafa á reiðum höndum talnaleg gögn sem eru á forræði annarra ráðherra. Fjármálaráðherra fer með greiðsluflæðið og skuldbindingar ríkissjóðs og heldur utan um þann þátt mála ásamt auðvitað með Seðlabankanum þannig að ég verð að vísa hv. þingmanni (Gripið fram í.) um frekari útlistanir þangað.