139. löggjafarþing — 72. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[00:17]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því fylgir alltaf áhætta að fara með mál fyrir dómstóla hvort sem það er mál sem varðar milliríkjadeilu eða einkamál t.d. fyrir dómstólum hér á landi. Það er aldrei með fullri vissu hægt að lýsa því hver niðurstaða dómstóls í máli eins og þessu verður og við vitum í rauninni ekki hvaða dómstóll það gæti verið sem mundi geta skorið úr um þann ágreining sem við eigum í.

Ég hef hins vegar alltaf talið að styrkur okkar í málinu sé sá að hvorki í íslenskum lögum né lögum Evrópuréttarins eru nein ákvæði sem geri það að verkum að kröfur Breta og Hollendinga á hendur okkur (Forseti hringir.) séu lögum samkvæmt. Meðan svo er tel ég að réttarstaða okkar í slíku dómsmáli, verði í það farið, sé mjög (Forseti hringir.) sterk.

(Forseti (RR): Forseti minnir hv. þingmenn á að ræðutíminn er aðeins ein mínúta.)