139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:33]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir gagnrýni hv. þingmanns á fundarstjórn forseta. Kannski eru runnir upp nýir tímar í starfsaðferðum á þingi. En það er ekki í takt við þá þingmannaskýrslu sem gerð var um að auka lýðræði og vanda vinnubrögðin hér þegar hæstv. forseti leyfir sér að breyta dagskrá þingfundar án samráðs við tvo af fimm þingflokkum á Alþingi Íslendinga. Er þetta til marks um hin nýju lýðræðislegu vinnubrögð sem meiri hlutinn ætlar að innleiða? Við höfnum þessu. Það er mjög gagnrýnisvert að við skulum ekki hafa fengið að koma að þessari ákvörðun í ljósi þess um hve gríðarlega stórt mál við fjöllum í dag. Það er hæstv. forseta og stjórn þingsins, meiri hlutanum í þinginu, til vansa að hafa ekki samráð í þessu máli við tvo af fimm þingflokkum sem starfa á vettvangi þingsins.