139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:54]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Margir hafa sagt, aðallega stjórnarliðar þó að fleiri hafi bæst í hópinn upp á síðkastið, nokkurn veginn það sama sem lá í orðum hæstv. forsætisráðherra áðan, að samþykkja beri þennan samning og þó fyrr hefði verið. Hver er trúverðugleiki þessa fólks þegar sannleikurinn er sá að tíminn hefur unnið með okkur og mun gera það áfram? Ef allir þingmenn þyrðu að standa í fæturna eins og við þingmenn Framsóknar og fleiri væri líklegra að við næðum betri árangri. Áhættan er of mikil, enn vantar ákvæði um öryggismörk og hámarksgreiðslur inn í samninginn. Ég hvet þingmenn til að breyta rétt og verja hagsmuni þjóðarinnar.