139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:04]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Andstaðan við þetta mál í samfélaginu er gríðarleg. Nú þegar hafa um 32 þús. manns skráð sig á kjósum.is þar sem þessu samkomulagi er hafnað. Þetta er sambærilegt við það þegar forsetinn hafnaði fjölmiðlalögunum og sendi þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef forsetinn er samkvæmur sjálfum sér sendir hann þetta mál að sjálfsögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ég reikna með að hann geri verði þessari tillögu hafnað.

Ég tel hins vegar að við alþingismenn eigum að sammælast um að treysta þjóðinni. Þjóðin hefur sýnt að hún er betur til þess fallin en meiri hlutinn á Alþingi að taka ákvörðun um málið og ég tel að svo verði áfram. Treystum þjóðinni, verum ekki hrædd við hana, eins og ríkisstjórnin virðist vera, og þá mun koma góð niðurstaða í þetta mál.

(Forseti (ÁRJ): Þingmaðurinn segir?)

Já.