139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:06]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég styð þá tillögu að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-málið verði það samþykkt á Alþingi. Sú afstaða mín leiðir af sérstöðu málsins, sem er ekki bara sérstakt heldur einstakt, en sú afstaða byggir líka á forsögu þess máls.

Icesave-málinu eða Icesave-samningunum hinum fyrri hefur áður verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og var þá hafnað af 98% kjósenda. Ég tel eðlilegt í ljósi þess að veita þjóðinni a.m.k. tækifæri til að segja skoðun sína á fyrirliggjandi samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu og skipta um skoðun eftir atvikum í málinu.

Úr því sem komið er og miðað við það hvernig á þessu máli hefur verið haldið tel ég eðlilegt að greiða (Forseti hringir.) þessari tillögu atkvæði mitt og segi já.