139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:09]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Enn á ný göngum við til atkvæðagreiðslu um Icesave. Núverandi samningur er mun betri en samningurinn sem forseti Íslands vísaði í þjóðaratkvæðagreiðslu og 98% kjósenda höfnuðu. Enn á ný er þess krafist með undirskriftasöfnun að þjóðin fái að taka afstöðu til samningsins enda hvílir engin lagaleg skuldbinding á Íslendingum að samþykkja ríkisábyrgðina.

Trúnaðarbrestur varð milli þjóðar og þings fyrir ári þegar þingið samþykkti Icesave 2 en þjóðin hafnaði samningnum. Í ljósi þess á þingið í nafni lýðræðis að vísa núverandi samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu til að sátt náist um hann. Ég segi því já því að ég treysti að þjóðin taki aftur rétta ákvörðun. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)