139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:11]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru sjálfsögð lýðræðiskrafa þegar um er að ræða stefnumarkandi mál. En þegar um er að ræða úrlausnarefni eiga stjórnmálamenn ekki að skorast undan ábyrgð. (Gripið fram í.) Hlutverk þjóðkjörinna fulltrúa er að leiða til lykta þau úrlausnarefni sem lögð eru fyrir þjóðþingið.

Ég skorast ekki undan þeirri ábyrgð að greiða atkvæði um þann samning sem nú hefur verið lagður fyrir þingið og treysti mér til að gera það án þess að vísa þeirri ábyrgð af mínum herðum yfir til þjóðarinnar, yfir til þeirra sem kusu mig til þess verks. Þjóðin hafnaði fyrir rúmu ári samningi sem þá lá á borðinu og hefur núna fengið nýjan samning á borðið. Ég tel það farsælast fyrir þing og þjóð að ganga frá málinu hér og nú og ég segi því nei við þessari tillögu. (Gripið fram í: … samningana óséða.) (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um ró.)