139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Á grundvelli forsögu þessa máls þar sem þjóðin greiddi atkvæði gegn því að veita hæstv. fjármálaráðherra leyfi til að gefa ríkisábyrgð og vegna þess að hér er verið að veita honum heimild til að taka mikla ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar og í ljósi mikilla hagsmuna hennar tel ég rétt að þjóðin fái að greiða atkvæði um það hvort hún vilji taka á sig þá ábyrgð, segja sem sagt já við samningnum eða hafna ábyrgðinni með því að segja nei og fara hugsanlega í dómsmál. Þetta treysti ég þjóðinni til að gera og þegar hún er búin að því verður miklu meiri sátt um málið meðal þjóðarinnar vegna þess að hún hefur þá sjálf tekið ákvörðun um það. Ég treysti þjóðinni. Ég segi já við þessari tillögu.