139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:54]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það hefur tekið okkur hálft annað ár að vinna okkur út úr ruglinu í kringum Icesave-samningana. Það rugl hefur bakað okkur mikið tjón og valdið erfiðum og óþörfum innantökum í samfélaginu. Ég vona að þetta tímabil sé á enda og vildi óska þess að Íslendingar hefðu borið gæfu til að ljúka þessu máli í júlí 2009. Ég segi já.