139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:56]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Í þessu máli sannast hversu skelfilega illa gengur fyrir menn að læra af reynslunni í stjórnmálum. Í tvö ár höfum við fengið að sjá að allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur. Þess vegna ætla ég að beina orðum mínum sérstaklega til virðulegs forseta og skora á hana að velta því fyrir sér hvort hún ætlar að taka mark á þeim sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði þessa máls eða líta til þeirra sem hafa ekki haft rangt fyrir sér. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um einfaldar staðreyndir. Þetta snýst um lagalegu hliðina jú, en líka hagkvæmnishliðina. Á hagkvæmnishliðinni er óhagkvæmt að hlaða á ríkið meiri skuldum, ríki sem þegar er orðið allt of skuldsett.

Það er þess vegna ekki um annað að ræða en að segja nei við þessu nýja tilboði Breta og Hollendinga. Mér þykir í raun óskiljanlegt hvernig stjórnarliðar leyfa sér (Forseti hringir.) að haga málflutningi sínum hér, ekki hvað síst hæstv. forsætisráðherra sem heldur áfram sama innihaldslausa hræðsluáróðrinum.