139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[15:05]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þá höfum við það frá hæstv. fjármálaráðherra að Icesave-málið snýst um að vera stór, líklega stór á meðal okkar svokölluðu vinaþjóða. Í þriðja sinn leggur þessi verklausa ríkisstjórn það til að þvinga Icesave upp á okkar litlu þjóð án dóms og laga. Atvinnuástandið á Íslandi væri öðruvísi ef ríkisstjórnin hefði hamast við að koma atvinnulífinu af stað á sama hátt og hún hefur komist áfram með það að reyna að koma þessum skuldum yfir á íslenska þjóð. (Gripið fram í.)

Þetta mál er ríkisstjórninni til skammar. (Gripið fram í.) Ríkisstjórnin situr enn og virðist ekki vera á förum, því miður. Við skulum sjá hvað gerist þegar forsetinn vísar málinu til þjóðaratkvæðis á grunni 26. gr. stjórnarskrárinnar, sem hann vonandi gerir. Þá skulum við sjá hvað verður um ríkisstjórnina.

(Forseti (ÁRJ): Þingmaðurinn segir?)

Ég segi nei.