139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

fundarstjórn.

[16:21]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þær hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru viðkvæmar fyrir því sem (Gripið fram í.) gerst hefur á undanförnum missirum og árum. Ég sagði ekki annað en almæltan sannleik, ekki einu sinni almælt tíðindi heldur þann sannleik að hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Gripið fram í.) fór út af þinginu vegna tiltekins máls (REÁ: Ósmekklegt.) sem ég þarf ekki að rekja fyrir hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Ég minntist á það í því samhengi (Gripið fram í.) að þingmaðurinn virtist ekkert hafa lært af þátttöku sinni í hrunstjórninni, í stjórnunum sem þar sátu áður og á þeim tíma sem síðan hefur liðið. Það virðist Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra í einmitt þessari sömu hrunstjórn, ekki hafa gert heldur. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður, ég biðst afsökunar á því, forseti, að hafa gleymt að kalla þingmanninn sínu rétta nafni í fyrri ræðu minni hér, hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur. (Gripið fram í.)