139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[19:16]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram þegar búið er að fullgilda og samþykkja samninginn í öllum aðildarríkjunum. Áður en það á sér stað þarf að loka hverjum og einum samningskafla og áður en það á sér stað þarf Ísland að hafa uppfyllt ákveðin skilyrði, ákveðin opnunar- og lokunarskilyrði fyrir þeim köflum. Í sjálfu sér er hv. þingmaður að tala um að það sé eðlilegt að við breytum stjórnsýslunni hér, að við ráðumst í breytingar á okkar lagaramma áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Það er ekki mjög lýðræðislegt.

Hvað varðar ólýðræðislega nálgun í þinginu þá er það mjög ólýðræðisleg nálgun að stilla málum upp þannig þegar allir eru frjálsir gjörða sinna að hæstv. forsætisráðherra tali um að ríkisstjórnin sé sprungin ef þetta mál fái ekki brautargengi í þinginu. Þetta er ólýðræðislegt.