139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

fundarstjórn.

[19:38]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Nú er auðvitað liðið töluvert á kvöld og ég veit að það var samið um að tala ekki inn í kvöldið. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við það heldur fagna því að forseti þingsins fer eftir þeim samþykktum. Ég vildi samt segja, af því að þetta er merkileg umræða hérna, að ástæðan fyrir því að ég hef ekki tekið þátt í henni er sú að ég taldi að henni yrði fram haldið í kvöld. Mér finnst eðlilegt að utanríkisráðherra taki þátt í umræðunni, en ástæðan sem sagt fyrir því að ég hef ekki gert það er þessi. Ég er á mælendaskrá en ég verð þá að láta ræðu mína bíða til síðari tíma. Það er ekki heldur víst að ég geti það þá sökum ferðalaga, því miður, en þetta vildi ég að kæmi fram ef hv. þingmenn héldu hugsanlega að ég væri að skjóta mér undan umræðunni. Svo er ekki.