139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

fundarstjórn.

[19:40]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir að sitja hér við þessa umræðu og ætla að blanda sér í hana. Ég beini því til hæstv. forseta að reynt verði að taka tillit til óska hæstv. utanríkisráðherra þegar umræðu þessari verður fram haldið þannig að hæstv. ráðherra eigi þess kost að taka þátt í umræðunni. Það er mjög mikilvægt að sjónarmið ráðherrans, sem hefur mjög verið til umræðu hér, komist á framfæri og að við þingmenn náum að eiga orðaskipti við ráðherrann.